Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 14:29 "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. vísir/stefán Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu. Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu.
Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44