Segir sambýlið úrelt og henta illa fyrir fólk með fötlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 19:00 Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum. Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum.
Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira