Enski boltinn

Arsene Wenger: Ég er viss um að Chelsea getur tapað stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal er sannfærður um að sitt lið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn þrátt fyrir 3-0 tap á heimavelli á móti Chelsea í gær. Eftir leikinn er Arsenal-liðið í fjórða sæti deildarinnar heilum ellefu stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Ég tel að að við séum ekki úr leik í meistarabaráttunni og þetta er ekki búið. Við erum enn í góðri stöðu og ég er viss um að Chelsea getur tapað stigum," sagði Wenger og bætti við: „Við erum baráttumenn og gefumst aldrei upp. Við ætlum að sýna það í næsta leik."

Arsenal var búið að leik sjö í leiki í röð án þess að tapa fyrir leikinn og hafði fyrir vikið komist upp í annað sætið á eftir Chelsea. Arsenal átti möguleika á að minnka forskot Chelsea í fimm stig en mistókst það.

„Helsta vandamál okkar núna er að það eru allir hættir að trúa á okkur. Við verðum bara að passa það að það hafi ekki áhrif á okkur þannig að við missum trúna líka," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×