Innlent

Handtekinn fyrir sprúttsölu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt ökumann grunaðan um ólöglega áfengissölu. Í bifreið mannsins fundust 5 vodkaflöskur, Gin og Tequila flöskur. Einnig voru 6 kassar af áfengum bjór og um 100 þúsund krónur í reiðufé, sem er ætlaður söluágóði áfengisins. Ökumaður viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa selt áfengi og að áfengið sem fannst væri til sölu. Hald var lagt á áfengið og þrjá bjórkassa auk 8 vodkaflaskna sem fundust heima hjá manninum. Honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×