Lægð annan hvern dag á árinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:30 Það hefur ekkert viðrað neitt sérstaklega vel á landinu undanfarið. vísir/vilhelm Annan hvern dag á þessu ári hefur verið lægð yfir landinu. Veðurfræðingur segir þær óvenju margar í janúarmánuði og einkennandi hversu djúpar margar þeirra eru. Áramótin mörkuðu ekki einungis skil í tímatalinu þar sem upptök lægðasyrpunnar sem gengið hefur yfir landið voru eimitt á gamlársdag. Síðan þá hafa ellefu mismunandi lægðir herjað á Ísland samkvæmt talningu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Hið minnsta tvær þeirra hafa varað í nokkra daga og því má segja að annan hvern dag á þessu ári hafi verið óveður á landinu. „Ein þeirra sem gekk hér yfir með hríðaveðri á Suðurnesjum einn sunnudagsmorguninn var viðloðandi í þrjá daga. Einþeirra sem fór austur og norður fyrir land og olli snjóflóðum á Vestfjörðum var hér við landið í tvo til þrjá daga," segir Einar. Lægðir ársins eru af ýmsu tagi og hafa fært landsmönnum fjölbreytt óveður. „En það sem hefur einkennt þau öll er að þetta eru djúpar lægðir," segir Einar. Flug hefur ósjaldan legið niðri vegna veður.Vísir/Vilhelm Lægðirnar séu óvenju margar. „Þetta eru óvenjulegt og sérstakt miðað við síðustu ár og síðari ár," segir hann. Næsta lægð er væntanleg í kvöld. Gular hríðaviðvaranir taka gildi á sunnan og vestanverðu landinu klukkan tíu og samkvæmt Veðurstofu Íslands er von á snjókomu, hvassviðri og lélegu skyggni. Betri tíð gæti þó verið framundan þar sem útlit er fyrir tiltölulega rólega viku. Þrátt fyrir að lægðirnar nú séu óvenju margar segir Einar að lægðasyrpur sem þessar séu vel þekkt fyrirbæri. „Ef lofthringrásin á norðurhveli jarðar legst í ákveðna stöðu er lægðunum skotið hverri á fætur annarri til okkar, þannig við fáum illvirðasyrpur sem geta varað í vikur og stundum lengur," segir Einar. Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun ellefu sinnum það sem af er vetri Frá því í október hefur það komið ellefu sinni fyrir að taka hefur landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, samanborið við sautján skipti síðasta vetur. 23. janúar 2020 20:24 Gular viðvaranir vegna komu enn einnar lægðarinnar Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt víðast hvar á landinu í dag og úrkomulitlu veðri. Í kvöld sé þó von á næstu lægð sem mun færa okkur hvassa austanátt og snjókomu, fyrst við suðurströndina en síðar í öllum landshlutum. 24. janúar 2020 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Annan hvern dag á þessu ári hefur verið lægð yfir landinu. Veðurfræðingur segir þær óvenju margar í janúarmánuði og einkennandi hversu djúpar margar þeirra eru. Áramótin mörkuðu ekki einungis skil í tímatalinu þar sem upptök lægðasyrpunnar sem gengið hefur yfir landið voru eimitt á gamlársdag. Síðan þá hafa ellefu mismunandi lægðir herjað á Ísland samkvæmt talningu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Hið minnsta tvær þeirra hafa varað í nokkra daga og því má segja að annan hvern dag á þessu ári hafi verið óveður á landinu. „Ein þeirra sem gekk hér yfir með hríðaveðri á Suðurnesjum einn sunnudagsmorguninn var viðloðandi í þrjá daga. Einþeirra sem fór austur og norður fyrir land og olli snjóflóðum á Vestfjörðum var hér við landið í tvo til þrjá daga," segir Einar. Lægðir ársins eru af ýmsu tagi og hafa fært landsmönnum fjölbreytt óveður. „En það sem hefur einkennt þau öll er að þetta eru djúpar lægðir," segir Einar. Flug hefur ósjaldan legið niðri vegna veður.Vísir/Vilhelm Lægðirnar séu óvenju margar. „Þetta eru óvenjulegt og sérstakt miðað við síðustu ár og síðari ár," segir hann. Næsta lægð er væntanleg í kvöld. Gular hríðaviðvaranir taka gildi á sunnan og vestanverðu landinu klukkan tíu og samkvæmt Veðurstofu Íslands er von á snjókomu, hvassviðri og lélegu skyggni. Betri tíð gæti þó verið framundan þar sem útlit er fyrir tiltölulega rólega viku. Þrátt fyrir að lægðirnar nú séu óvenju margar segir Einar að lægðasyrpur sem þessar séu vel þekkt fyrirbæri. „Ef lofthringrásin á norðurhveli jarðar legst í ákveðna stöðu er lægðunum skotið hverri á fætur annarri til okkar, þannig við fáum illvirðasyrpur sem geta varað í vikur og stundum lengur," segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun ellefu sinnum það sem af er vetri Frá því í október hefur það komið ellefu sinni fyrir að taka hefur landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, samanborið við sautján skipti síðasta vetur. 23. janúar 2020 20:24 Gular viðvaranir vegna komu enn einnar lægðarinnar Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt víðast hvar á landinu í dag og úrkomulitlu veðri. Í kvöld sé þó von á næstu lægð sem mun færa okkur hvassa austanátt og snjókomu, fyrst við suðurströndina en síðar í öllum landshlutum. 24. janúar 2020 07:54 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Landgangar teknir úr notkun ellefu sinnum það sem af er vetri Frá því í október hefur það komið ellefu sinni fyrir að taka hefur landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, samanborið við sautján skipti síðasta vetur. 23. janúar 2020 20:24
Gular viðvaranir vegna komu enn einnar lægðarinnar Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt víðast hvar á landinu í dag og úrkomulitlu veðri. Í kvöld sé þó von á næstu lægð sem mun færa okkur hvassa austanátt og snjókomu, fyrst við suðurströndina en síðar í öllum landshlutum. 24. janúar 2020 07:54