Karlar fækka fötum á konukvöldi Linda Blöndal skrifar 1. febrúar 2015 19:30 Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira