Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 22:05 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira