Ósáttur við leigubílafrumvarp sem opnar dyrnar fyrir Uber og lyft Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira