Innlent

Flugu þyrlunni til Vestmannaeyja og sóttu veikan sjómann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Gæslunnar var kölluð út.
Þyrla Gæslunnar var kölluð út. Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæslan sótti á ellefta tímanum í kvöld sjómann sem hafði verið við veiðar austur af Vestmannaeyjum og flutti til Reykjavíkur með þyrlu gæslunnar.

Sjómaðurinn var veikur og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Eftir að veikindi mannsins komu upp var honum siglt til Vestmannaeyja, þangað sem hann var svo sóttur af Landhelgisgæslunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er maðurinn ekki með Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×