Listakona sem enginn má missa af Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Sópransöngkonurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Maria Lyudko skemmtu sér vel við undirleik Konstantins Ganshin í síðustu viku. VISIR/GVA Maria Germanovna Lyudko sópransöngkona frá Pétursborg heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Með henni er píanóleikarinn Konstantin Ganshin, en hann er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann opnaði Norðurljósasal Hörpu í maí 2011. Klarinettuleikarinn Georges Devardini leikur einnig með þeim á tónleikunum en hann er eiginmaður Mariu Lyudko. Síðastliðinn fimmtudag var Maria Lyudko með masterclass í Norræna húsinu þar sem mun færri komust að en vildu. Á föstudeginum var hún svo með einkatíma og var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona á meðal þeirra sem komu í tíma. „Ég skellti mér bara í söngtíma þrátt fyrir aldur og fyrri störf,“ segir Diddú og hlær. „Það var alveg frábært því við erum að syngja sama fag, eins og sagt er í þessum bransa, og við náðum gríðarlega vel saman. Ég skemmti mér hið minnsta alveg konunglega enda er þetta alveg hreint dásamleg listakona sem enginn má láta fram hjá sér fara. Núna vona ég bara að hún komi sem oftast hingað til okkar því það er alveg frábært að fá svona gesti.“ Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Maria Germanovna Lyudko sópransöngkona frá Pétursborg heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Með henni er píanóleikarinn Konstantin Ganshin, en hann er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann opnaði Norðurljósasal Hörpu í maí 2011. Klarinettuleikarinn Georges Devardini leikur einnig með þeim á tónleikunum en hann er eiginmaður Mariu Lyudko. Síðastliðinn fimmtudag var Maria Lyudko með masterclass í Norræna húsinu þar sem mun færri komust að en vildu. Á föstudeginum var hún svo með einkatíma og var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona á meðal þeirra sem komu í tíma. „Ég skellti mér bara í söngtíma þrátt fyrir aldur og fyrri störf,“ segir Diddú og hlær. „Það var alveg frábært því við erum að syngja sama fag, eins og sagt er í þessum bransa, og við náðum gríðarlega vel saman. Ég skemmti mér hið minnsta alveg konunglega enda er þetta alveg hreint dásamleg listakona sem enginn má láta fram hjá sér fara. Núna vona ég bara að hún komi sem oftast hingað til okkar því það er alveg frábært að fá svona gesti.“
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira