Grútspældir og reiðir viðskiptavinir IKEA Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 13:20 Þórarinn Ævarsson. Fólk át sér til óbóta í fyrra, kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur. IKEA Sprengidagur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur.
IKEA Sprengidagur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira