Enginn ríkisstjórnarfundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:36 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu stjórnarsáttmála sinn snemmsumars 2013. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02