Enginn ríkisstjórnarfundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:36 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu stjórnarsáttmála sinn snemmsumars 2013. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02