Heldur áfram í Borgias 11. janúar 2013 13:00 Björn Hlynur Haraldsson segir tökur á sjónvarpsþáttunum Borgias hafa farið fram í stúdíói í Búdapest en hann ber stjörnu þáttanna, leikaranum Jeremy Irons, vel söguna. Fréttablaðið/Anton Björn Hlynur Haraldsson er nýkominn til landsins eftir fimm mánaða dvöl erlendis. Þar lék hann í sjónvarpsþáttunum Borgias og mexíkóskri bíómynd. „Það er fínt að vera kominn aftur til Íslands. Ég kom heim rétt fyrir jól," segir leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sem hefur dvalið íBúdapest síðustu fimm mánuði. Þar hefur Björn Hlynur verið við tökur á sjónvarpsþáttunum The Borgias, sem skarta leikaranum Jeremy Irons í aðalhlutverki. Tökur voru umfangsmiklar og fóru fram í stóru kvikmyndaveri rétt fyrir utan Búdapest. Björn Hlynur vill lítið tjá sig um sjálft hlutverkið en segist þó leika Ítala sem líklega kemur töluvert við sögu í þessari þriðju seríu The Borgias, sem verður frumsýnd með vorinu í Bandaríkjunum. „Þetta voru viðamiklar tökur í stóru stúdíói þar sem búið var að byggja heilu borgirnar. Þetta var mikil upplifun og gaman að taka þátt í þessu verkefni," segir Björn Hlynur og ber stjörnu þáttana, Jeremy Irons, vel söguna. „Hann er viðkunnanlegur. Það kom í ljós að hann er mikill aðdáandi Íslands. Hann hefur komiðhingað nokkrum sinnum, meðal annars til að taka upp nýútkomna heimildamynd um umhverfismál." Á meðan á dvöl Björns Hlyns stóð í Búdapest náði hann að skreppa yfir til Kanada í þrjár vikur þar sem hann lék í mexíkósku myndinni Deserted Cities sem verður frumsýnd á árinu. „Vinur minn, leikarinn Gael García Bernal, leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd og það small saman við frí sem ég fékk í október. Ég leik Pólverja í þeirri mynd svo það má segja að ég sé orðinn frekar alþjóðlegur eftir síðasta ár." Björn Hlynur ætlar þó að stoppa aðeins við á Íslandi í þetta sinn, en hann er að hefja tökur á annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríði þar sem hann fer með hlutverk lögfræðings. Hann viðurkennir að það sé gaman að taka að sér verkefni erlendis enda sé sífellt meira um að íslenskir leikarar láti ljós sitt skína á erlendum vettvangi. „Það virðist ganga vel hjá okkur núna. Þetta opnar örugglega einhverjar dyr og ég fer í það minnsta í fjórðu seríuna af The Borgias á þessu ári. Annað verður að koma í ljós."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Björn Hlynur Haraldsson er nýkominn til landsins eftir fimm mánaða dvöl erlendis. Þar lék hann í sjónvarpsþáttunum Borgias og mexíkóskri bíómynd. „Það er fínt að vera kominn aftur til Íslands. Ég kom heim rétt fyrir jól," segir leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sem hefur dvalið íBúdapest síðustu fimm mánuði. Þar hefur Björn Hlynur verið við tökur á sjónvarpsþáttunum The Borgias, sem skarta leikaranum Jeremy Irons í aðalhlutverki. Tökur voru umfangsmiklar og fóru fram í stóru kvikmyndaveri rétt fyrir utan Búdapest. Björn Hlynur vill lítið tjá sig um sjálft hlutverkið en segist þó leika Ítala sem líklega kemur töluvert við sögu í þessari þriðju seríu The Borgias, sem verður frumsýnd með vorinu í Bandaríkjunum. „Þetta voru viðamiklar tökur í stóru stúdíói þar sem búið var að byggja heilu borgirnar. Þetta var mikil upplifun og gaman að taka þátt í þessu verkefni," segir Björn Hlynur og ber stjörnu þáttana, Jeremy Irons, vel söguna. „Hann er viðkunnanlegur. Það kom í ljós að hann er mikill aðdáandi Íslands. Hann hefur komiðhingað nokkrum sinnum, meðal annars til að taka upp nýútkomna heimildamynd um umhverfismál." Á meðan á dvöl Björns Hlyns stóð í Búdapest náði hann að skreppa yfir til Kanada í þrjár vikur þar sem hann lék í mexíkósku myndinni Deserted Cities sem verður frumsýnd á árinu. „Vinur minn, leikarinn Gael García Bernal, leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd og það small saman við frí sem ég fékk í október. Ég leik Pólverja í þeirri mynd svo það má segja að ég sé orðinn frekar alþjóðlegur eftir síðasta ár." Björn Hlynur ætlar þó að stoppa aðeins við á Íslandi í þetta sinn, en hann er að hefja tökur á annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríði þar sem hann fer með hlutverk lögfræðings. Hann viðurkennir að það sé gaman að taka að sér verkefni erlendis enda sé sífellt meira um að íslenskir leikarar láti ljós sitt skína á erlendum vettvangi. „Það virðist ganga vel hjá okkur núna. Þetta opnar örugglega einhverjar dyr og ég fer í það minnsta í fjórðu seríuna af The Borgias á þessu ári. Annað verður að koma í ljós."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira