Innlent

Einn bætist í hóp smitaðra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eina smitið sem greindist síðasta sólarhringinn var greint af Íslenskri erfðagreiningu.
Eina smitið sem greindist síðasta sólarhringinn var greint af Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm

Síðastliðinn sólarhring hefur einn greinst með kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Þannig er fjöldi þeirra sem smitast hafa af veirunni, svo vitað sé, 1790. Smitið greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sólarhringinn á undan greindist enginn, en vert er að benda á að fá sýni voru tekinn yfir þann tíma, samanborið við aðra daga.

Alls eru nú fjórtán á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19. Þá hafa 1.570 nú náð bata. 731 einstaklingur er í sóttkví og 210 í einangrun. 18.738 hafa lokið sóttkví. Tekin hafa verið 45.971 sýni og hafa 685 ný sýni bæst við frá því í gær.

Tíu af þeim sem hafa greinst með Covid-19 hér á landi hafa látist.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir mun fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins verður Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×