Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Sighvatur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:30 Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“ Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“
Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira