Ræða þurfi lífeyrismál út frá kynjajafnrétti Sighvatur skrifar 5. júní 2018 06:00 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Vísir/GVa „Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira