WOW air sleppur við bætur vegna fugls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2018 21:14 Flugi WOW var aflýst vegna skemmda á hreyfli vélarinnar. Vísir/Getty WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59