Írak í nýju ljósi á RIFF 18. júlí 2007 05:45 Fjórar heimildarmyndir um stríðsrekstur bandamanna í Miðausturlöndum verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hyggst sýna fjórar nýjar heimildarmyndir sem varpa mismunandi ljósi á ástandið í Miðausturlöndum. Kastljósinu verður hins vegar fyrst og fremst beint að innrás bandamanna í Írak. Í tilefni af sýningum myndanna verður síðan efnt til málþings um ástandið í Írak og verða leikstjórar heimildarmyndarinnar Meeting Resistance viðstaddir. Kvikmyndirnar Iraq in Fragments, Shadow Company og áðurnefnd Meeting Resistance fjalla um ólíkar hliðar Íraksstríðsins. Iraq in Fragments fjallar þannig um lífið í stríðshrjáðu landi frá þremur löndum, Shadow Company um störf málaliða í stríðinu og Meeting Resistance um andófshópa sem berjast gegn innrásarhernum. Fjórða myndin tengist síðan stríði bandamanna gegn hryðjuverkum en hún fjallar um dularfullan dauða leigubílstjóra en hann lést af völdum sára sem bandarískir hermenn veittu honum. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst 27.september og stendur til 7.október. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og hefur hátíðin þegar vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hyggst sýna fjórar nýjar heimildarmyndir sem varpa mismunandi ljósi á ástandið í Miðausturlöndum. Kastljósinu verður hins vegar fyrst og fremst beint að innrás bandamanna í Írak. Í tilefni af sýningum myndanna verður síðan efnt til málþings um ástandið í Írak og verða leikstjórar heimildarmyndarinnar Meeting Resistance viðstaddir. Kvikmyndirnar Iraq in Fragments, Shadow Company og áðurnefnd Meeting Resistance fjalla um ólíkar hliðar Íraksstríðsins. Iraq in Fragments fjallar þannig um lífið í stríðshrjáðu landi frá þremur löndum, Shadow Company um störf málaliða í stríðinu og Meeting Resistance um andófshópa sem berjast gegn innrásarhernum. Fjórða myndin tengist síðan stríði bandamanna gegn hryðjuverkum en hún fjallar um dularfullan dauða leigubílstjóra en hann lést af völdum sára sem bandarískir hermenn veittu honum. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst 27.september og stendur til 7.október. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og hefur hátíðin þegar vakið mikla athygli út fyrir landsteinana.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira