„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2020 21:15 Vösk sveit flugvirkjanema dvelur nú á Akureyri ásamt kennurum. Vísir/Tryggvi Páll Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“ Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“
Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37
Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30
Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58