Nýr aðstoðarmaður ráðherra sinnir starfinu með skóla Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 20:28 Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið. Mynd/Utanríkisráðuneytið „Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.
Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45
204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15
22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02