Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2020 11:35 Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira