Innlent

Ógnaði starfsmanni og sagðist vera smitaður af COVID-19

Sylvía Hall skrifar
Lögregla var kölluð til og fjarlægði manninn.
Lögregla var kölluð til og fjarlægði manninn. Vísir/vilhelm

Maður í annarlegu ástandi ógnaði starfsmanni Nettó í Lágmúla á sunnudagskvöld og þurfti að kalla til lögreglu vegna málsins. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum, staðfestir þetta í svari til Fréttablaðsins.

Maðurinn sagðist vera smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og hótaði ítrekað nálægt starfsmanninum. Þá hrækti hann í áttina að honum, gekk á eftir honum og elti hann inn á baksvæði verslunarinnar þar sem hann ógnaði starfsmanninum.

Í svari Gunnar segir starfsfólk ekki hafa orðið fyrir auknu ofbeldi eftir að samkomubannið tók gildi en þjófnaður hafi aukist að undanförnu. Þá séu dæmi um að starfsfólki hafi verið ógnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.