Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 13:54 Gamla smiðjan í Lækjargötu. Vísir/Stefán Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira