Innlent

Fékk hjólastólahjól í óvænta sumargjöf

Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa

Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fékk svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, óvænt í sumargjöf í dag. Fjöldi Íslendinga styrki fjölskyldu Rakelar svo hægt væri að láta draum hennar, um að geta hjólað í sumar, ræsast.

Í febrúar síðast liðnum fjallaði Vísir um Rakel Ósk, þrettán ára gamla stúlku, sem er með CP-fjórlömum. Það var eftir að söfnun hafði verið hrint af stað, svo að hægt væri að kaupa svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, handa henni.

Þegar Rakel var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum en fyrir þann tíma var hún dugleg að hjóla - það var í rauninni það skemmtilegasta sem hún gerði.

Söfnunin gekk gríðarlega vel og það tók aðeins þrjá daga að safna fyrir hjólinu sem kostar 1,4 milljónir króna með sendingarkostnaði.

Sjá einnig: Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn

Í dag fékk Rakel Ósk hjólið afhent en hún hafði ekki hugmynd um hvað biði hennar þegar hún kom út úr húsinu. Hún var í raun orðlaus.

Ekki var hún þó lengi að jafna sig og vildi ólm fara í hjólatúr með systur sinni.

Upphaflega stóð til að Rakel Ósk fengi hjólið í fermingargjöf en þar sem fermingunni var frestað vegna kórónuveirunnar, var sumargjöfin heldur vegleg í ár. Hægt er að sjá Rakel hjóla á nýja hjólinu sínu í spilaranum hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×