Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:45 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“ Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira