Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:45 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira