Spielberg fyrstur yfir tíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 13:40 Steven Spielberg er hér mögulega að útskýra hvernig hann þarf einungis að snerta handrit til að breyta því í peninga. Vísir/Getty Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira