Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:30 Mynd/ Arnþór. Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent