Sautján stiga hiti mældist á Seyðisfirði í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:07 Frá Seyðisfirði. Vísir/Jói K. Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri. Seyðisfjörður Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri.
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira