Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 17:53 Frá Grindavík. Dregið hefur úr skjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa en áframhaldandi landris er á svæðinu. vísir/vilhelm Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Á fundinum var rýnt í þau gögn sem safnað hefur verið síðustu vikuna og benda þau til þess að kvikan sem um ræðir sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Áður hafði verið áætlað að kvikan væri á þriggja til níu kílómetra dýpi. Þá var einnig farið yfir hugsanlega atburðarás sem gæti farið í gang ef til eldumbrota kæmi. Að því er segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar eru vísbendingar um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum. Dregið hafi úr jarðskjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa en enn má sjá merki um áframhaldandi landris sem er nú orðið fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Um er að ræða langtímaatburð og er reynslan af öðrum sambærilegum atburðum sú að breytingar geta orðið í landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða um að virknin sé að fjara út. Á næstu dögum verður metið hvort nauðsynlegt sé að fjölga mælitækjum til að fá betri mynd á þróun mála,“ segir á vef Veðurstofunnar. Næsti fundur vísindaráðsins verður að óbreyttu eftir viku. Fundinn í dag sátu vísindamenn frá Veðurstofunni, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og ÍSOR ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orku, Umhverfisstofnun og lögreglunni á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Á fundinum var rýnt í þau gögn sem safnað hefur verið síðustu vikuna og benda þau til þess að kvikan sem um ræðir sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Áður hafði verið áætlað að kvikan væri á þriggja til níu kílómetra dýpi. Þá var einnig farið yfir hugsanlega atburðarás sem gæti farið í gang ef til eldumbrota kæmi. Að því er segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar eru vísbendingar um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum. Dregið hafi úr jarðskjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa en enn má sjá merki um áframhaldandi landris sem er nú orðið fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Um er að ræða langtímaatburð og er reynslan af öðrum sambærilegum atburðum sú að breytingar geta orðið í landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða um að virknin sé að fjara út. Á næstu dögum verður metið hvort nauðsynlegt sé að fjölga mælitækjum til að fá betri mynd á þróun mála,“ segir á vef Veðurstofunnar. Næsti fundur vísindaráðsins verður að óbreyttu eftir viku. Fundinn í dag sátu vísindamenn frá Veðurstofunni, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og ÍSOR ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orku, Umhverfisstofnun og lögreglunni á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira