Innlent

Björguðu hnúfubak úr neti

Samúel Karl Ólason skrifar
Hnúfubakurinn hafði fest sig í veiðarfærum en vel tókst að losa hann.
Hnúfubakurinn hafði fest sig í veiðarfærum en vel tókst að losa hann. Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði í dag hnúfubak sem hafði fest sig í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um málið á ellefta tímanum í morgun og var varðskipið sent á vettvang. Í samráði við Matvælastofnun hóf áhöfn Þórs björgunarstörf og tókst skömmu síðar að losa hvalinn.

Eftir að það tókst fylgdi áhöfn léttbáts hvalnum eftir til að tryggja velferð dýrsins. Veiðarfærunum var komið aftur um borð í fiskibátinn.

Matvælastofnun segir hnúfubakinn vera tólf til fjórtán metra að lengd. Hann flæktist töluvert í netið með trjónu, horn og sporð. Þá hlaut hann lítilsháttar nuttáverka sem eru talið að muni ekki há dýrinu.

Myndbönd af björgunarstörfum áhafnar Þórs má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×