Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl. Lögreglan Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent