Innlent

Sjö ný smit og fækkar á sjúkrahúsum

Kjartan Kjartansson skrifar
Dregið hefur úr álagi á Landspítala og heilbrigðiskerfið eftir því sem nýsmitum hefur farið fækkandi undanfarið.
Dregið hefur úr álagi á Landspítala og heilbrigðiskerfið eftir því sem nýsmitum hefur farið fækkandi undanfarið. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.785 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um sjö á milli daga.

Alls eru nú nítján á sjúkrahúsi og fimm á gjörgæslu vegna Covid-19. Fækkað hefur um sex manns á sjúkrahúsi á milli daga. Þá hafa 1.462 nú náð bata. 898 einstaklingar eru í sóttkví og 313 í einangrun. 18.425 hafa lokið sóttkví. Tekin hafa verið 44.468 sýni.

Tíu af þeim sem hafa greinst með Covid-19 hafa látist fram að þessu. 

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Gestur fundarins verður Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.