Mikil fækkun brota eftir að kórónuveiran greindist hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:47 Tölurnar benda til þess að færri mál hafi komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði en alla jafna. Vísir/vilhelm Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira