Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 11:30 Vegagerðin bendir á að göng undir Öxnadalsheiði yrðu styttri. Vísir/Jói K Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg. Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg.
Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00
Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00
Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30