Frú Vigdís biður Freyju afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2013 16:22 Freyju barst bréf frá Frú Vigdísi í dag og við það hlýnaði henni um hjartarætur. Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira