Frú Vigdís biður Freyju afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2013 16:22 Freyju barst bréf frá Frú Vigdísi í dag og við það hlýnaði henni um hjartarætur. Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, notaði orðið fatlaður um eitthvað sem henni þótti ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, var vonsvikin vegna orðanotkunar Vigdísar í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir um viku. Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni sagðist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“ Freyja segir það lýsa upp myrkrið í huganum og hjartað í dag að henni barst bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur sem bað hana afsökunar á orðavali sínu í sjónvarpinu. "Af miklu æðruleysi og án þess að fara í vörn. Hún hafði hugrekki til þess að leggja við hlustir og læra, eins og henni er væntanlega von og vísa. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Freyja. Í samtali við Vísi segist Freyja vitaskuld ekki vilja vitna beint í bréfið sem væri frá Vigdísi til hennar. „En, hún bað mig afsökunar og sagði að þetta hefði verið óheppilegt og sýndi því fulla virðingu að ég hefði upplifað þetta svona. Ég var ekkert endilega að fara fram á afsökunarbeiðni, mér finnst þetta bara fín áminning um fólk sem er tilbúið að læra. Ef mönnum verður á þá þarf ekki að fara í upphrópunargír. Okkur myndi okkur miða betur og við ná meiri árangri þannig. Mér finnst fallegt og gott að hún skyldi biðjast afsökunar en það sem stendur uppúr í mínum huga er að hún skuli hafa hlustað og vilja bæta þetta. Mér finnst það virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Freyja og lýsir yfir miklu þakklæti fyrir að þetta hafi endað í umræðu, sem var erfið á tímabili en nauðsynleg og orðið öllum til góðs. „Við þurfum að vanda okkur. Umræðan er nauðsynleg. Og þetta líka afhjúpar viðhorf í samfélaginu og auðveldar okkur að finna leiðir til að bæta úr því. Vona að allir geti tekið eitthvað gott með sér úr þessu,“ segir Freyja.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira