Shakira og Jennifer Lopez trylltu lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 07:47 Shakira og Jennifer Lopez á Ofurskálarsviðinu í Miami í nótt. Vísir/getty Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020 Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020
Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“