Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:37 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. visir/Vilhelm Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira