Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00