122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 08:16 Lögreglan þurfti að sinna útköllum vegna hávaða í öllum hverfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira