122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 08:16 Lögreglan þurfti að sinna útköllum vegna hávaða í öllum hverfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira