Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að of mikið sé í húfi til að hægt sé að réttlæta skotgrafir. FBL/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“ Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“
Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23