Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 11:54 Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. Vísir/Stefán Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira