Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund á ári í Laugardalslaug Heiðar Lind Hansson skrifar 22. september 2016 07:00 Mest sóttu sundlaugar höfuðborgarsvæðisins Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira