Framleiðendur og handritshöfundar sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones segja það vel mögulegt að framleidd verði önnur sjónvarsþáttaröð um ævintýrin í Westeros. Félagarnir David Benioff og Dan Weiss, sem eru allt í öllu þegar kemur að sjónvarpsþáttaröðinni, segja áhuga fyrir því að segja fleiri sögur úr ævintýraheim rithöfundarins George R. R. Martin, eftir að síðustu tvær seríum af Game of Thrones lýkur.
Michael Lombardo forstjóri HBO, sem gerir þættina, hefur mikinn áhuga á því að framleidd verði ný sjónvarpsþáttaröð eftir að Game of Thrones lýkur. Handritshöfundarnir segjast þegar vera byrjaðir að velta því fyrir sér. Bækurnar eru víst fullar af atburðum sem gerðust áður en atburðir Game of Thrones þáttanna eiga sér stað og því sé vel mögulegt að gera aðra sjónvarpsseríu sem gerist í sama heim en mörgum árum fyrr.
Aðeins 13 þættir eru eftir í Game of Thrones en þeim verður skipt niður í tvær þáttaraðir.
NME greindi frá.
Ný sjónvarpssería úr ævintýraheim GoT í bígerð

Tengdar fréttir

Aðeins 13 þættir eftir af Game of Thrones
Framleiðendur Game of Thrones ætla að klára söguna með 13 þáttum sem koma út í tveimur seríum.

Sjöundu þáttaröð Game of Thrones frestað
Veturinn er kannski skollinn á í Westeros en það er ekki vetur á tökustöðum hér á jörðinni.

Leiðir byrjendur í gegnum Game of Thrones
Samuel L. Jackson talsetur óborganlegt myndband fyrir þá sem eiga eftir að horfa á þættina, eða þá sem vilja rifja upp.