Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:24 Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira