Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:24 Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira