Heimiliskötturinn var við dauðans dyr eftir áverka sem taldir eru af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:35 Tiffany kom heim útötuð blóði. Síðar kom í ljós að það lak úr tungu hennar. Aðsend Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira