Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:56 Icelandair hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Vísir/Vilhelm Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira