Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira