Lífið

Öll fjölskyldan vinnur heima í óvenjulegu eldhúsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halla Bára og Gunnar vinna mikið heima fyrir. 
Halla Bára og Gunnar vinna mikið heima fyrir. 

Nú er hálf þjóðin að vinna heima hjá sér svo Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði nokkrar flottar ódýrar hugmyndir fyrir vinnuaðstöðuna heima.

Vala leit við hjá Höllu Báru Gestsdóttur sem er með masterspróf í innanhússhönnun og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara. Halla Bára hefur útbúið vinnuaðstöðu í nokkuð óvenjulegu og ævintýralegu eldhúsi. Þau hafa mikla reynslu af því að vinna heima.

„Vinnuaðstaðan er bara nákvæmlega hér þar sem ég stend, inni í eldhúsinu,“ segir Halla Bára.

„Þegar við byrjuðum að búa vorum við líka að vinna heima og þá fannst okkur við þurfa hafa einhverja rosa aðstöðu. Auðvitað voru tækin stærri og það fór meira fyrir þessu en svo alltaf þegar við höfum flutt hefur aðstaðan minnkað.“

Hún segir að vinnuaðstaðan sé í raun enginn í dag, bara inni í eldhúsinu. Hjónin vinna hlið við hlið á bekk og dætur þeirra læra í stólum á móti þeim. Þau hjónin halda úti heimasíðu sem tekur mið af innanhúshönnun og ber hún heitið Home & Delicious. Þar hafa þau fjallað töluvert um heimavinnuaðstöðu.

„Ég þekki í raun ekkert annað en að vinna heima og mér finnst rosalega gott að hafa ilmkerti og mér finnst æðislegt að geta haft blóm.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×