Lífið

Jóhannes brotnaði niður: „Þetta er fólkið sem er að fara mæta í jarðarförina mína“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Haukur segist sakna þess að hitta vinnufélaga sína í Þjóðleikhúsinu.
Jóhannes Haukur segist sakna þess að hitta vinnufélaga sína í Þjóðleikhúsinu.

Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson fóru af stað með nýja þáttaröð af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi. Fyrstu gestir voru þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hjálmar Örn Jóhannsson og Selma Björnsdóttir.

Fannar fékk að fylgjast með þessum skemmtikröftum rétt áður en þau fóru á svið eða í tilfelli Jóhannesar, rétt áður en hann fór í tökur á kvikmyndinni Infinite sem hann leikur í ásamt stórleikaranum Mark Wahlberg.

Fannar elti Jóhannes úti til London þar sem hann var að fara í ellefu daga tökur. Jóhannes er um einn þriðja af hverju ári erlendis við vinnu og hefur ekki leikið á sviði í töluverðan tíma hér á landi.

Hann segist sakna vinnufélagana.

„Bara að fara hitta fólk, hitta vini sína. Maður er ekki að kvarta yfir þessu og maður er að gera frábæra hluti en ég sakna vinnufélagana,“ segir Jóhannes Haukur og heldur áfram.

„Það var einu sinni leikkona sem sagði við mig að fólkið í leikhúsinu, þetta er fólkið sem er að fara mæta í jarðarförina þína.“

Klippa: Þetta er fólkið sem er að fara mæta í jarðaförina mína

Jóhannes ræddi ferilinn í Einkalífinu á dögunum og má sjá þann þátt hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×