Meiri átroðningur í Strætó eftir að ferðum var fækkað vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 11:46 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“ Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“
Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50